„Þeir voru óheppnir því Mourinho tók aldrei neina fanga,“ segir John Obi Mikel fyrrum leikmaður Chelsea þegar hann og John Terry ræða um gamla tíma.
Þeir félagar ræða þar góðu tímana hjá Chelsea en þeir voru í besta liði Chelsea sem vann mikið af titlum.
„Ef þú varst ekki að vinna þína vinnu, þá lét hann þig heyra það. Það skipti engu máli hver þú varst.“
Hann tekur svo dæmi um það að Mohamed Salah hafi einu sinni fengið heyra það, þegar hann var leikmaður Chelsea. „Hann lét Salah einu sinni heyra það svo svakalega í hálfleik, hann fór að gráta. Hann urðaði yfir hann og tók hann af velli, þetta var bara hugarfarið hjá Mourinho.“
„Mourinho hefur þroskast og kann betur að taka á ungum leikmönnum. Hann er betri í því núna.“