fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Starfsfólk BM Vallár harmi slegið vegna banaslyssins við Ásvelli

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 31. október 2023 13:26

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum öll harmi slegin vegna þess hörmulega slyss sem varð við Ásvelli í Hafnarfirði í gær,“ segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins sem á og rekur BM Vallá.

Átta ára gamall drengur lét lífið þegar hann varð fyrir steypubíl á vegum fyrirtækisins seinnipartinn í gærkvöldi. Tilkynning um slysið barst kl.17.10 í gærkvöldi en slysið varð syðst á Ásvöllum við bifreiðastæði á milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka. Drengurinn var þar á reiðhjóli þegar hann varð fyrir bílnum.

Eins og gefur að skilja hefur málið reynt verulega á starfsmenn fyrirtækisins.

„Hugur okkar allra er hjá fjölskyldu og ástvinum drengsins sem lést og öllum sem eiga um sárt að binda. Á þessari stundu einbeitum við okkur að því sem við getum gert, veita upplýsingar og aðstoð til allra sem að málinu koma og hlúa að okkar starfsfólki,“ segir Þorsteinn enn fremur.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka nú tildrög slyssins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Í gær

Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hafið á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“