fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Er þetta lykillinn að ráðgátunni? Skoða dularfull skilaboð barnaníðinga um „MM“

Pressan
Þriðjudaginn 31. október 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hans Christian Wolters, saksóknari í Braunschweig í Þýskalandi, segir að svívirðileg samskipti Christians Brueckner, sem grunaður er um aðild að hvarfi Madeleine McCann, við annan barnaníðing gefi mögulega til kynna hvað gerðist.

Ekkert hefur spurst til Madeleine síðan 3. maí 2007 þegar hún hvarf úr sumarleyfisíbúð í Ocean Club í Praia da Luz í Portúgal. Brueckner var handtekinn árið 2020 og í kjölfarið hélt saksóknaraembættið blaðamannafund þar sem fram kom að Madeleine væri látin og gengið væri út frá því að hún hefði verið myrt.

Skammstöfunin MM vakti athygli

Brueckner var á svæðinu þegar Madeleine var numin á brott en hann hefur ekki enn verið formlega ákærður vegna málsins.

Wolters, saksóknari málsins, sagði í samtali við fréttaskýringaþáttinn Panorama á BBC að embættið teldi að Madeleine hefði verið myrt í Portúgal og gerandinn væri títtnefndur Brueckner.

Í þættinum sagði hann að óhugnanleg netsamskipti Brueckner við annan barnaníðing gefi hugsanlega einhverja mynd af því sem gerðist.

Í samskiptunum kom skammstöfunin „MM“ meðal annars fyrir og telur lögregla að hún standi mögulega fyrir nafnið Madeleine McCann. Samskiptin fundust á tölvu Brueckners við annan ónafngreindan barnaníðing.

Lýsti því sem hann vildi gera

Í samtalinu talar Brueckner tæpitungulaust um að hann langi að nema litla stúlku á brott, myrða hana og taka það upp. Hann segir svo að hann myndi láta sönnunargögnin hverfa og níðingurinn í samtali Brueckners svarar að bragði: „MM“.

„Þetta gæti verið vísbending. Þetta er mögulega eitt púsl í myndina,“ sagði Wolters í Panorama. Hann vildi ekki fara mjög djúpt ofan í rannsókn málsins en sagði þó að lögregla hefði aðeins einn mann grunaðan og lögregla telji sig vita hvar Madeleine var myrt.

Brueckner afplánar nú sjö ára fangelsisdóm í Odenburg, skammt frá borginni Bremen, í Þýskalandi fyrir kynferðisbrot. Hans bíða fleiri ákærur vegna kynferðisbrota, þar á meðal eru tvö mál sem varða kynferðisbrot gegn börnum. Sem fyrr segir hefur hann ekki verið ákærður vegna Madeleine McCann-málsins en saksóknaraembættið hefur gefið til kynna að ákæra verði mögulega gefin út á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn