Íslenska kvennalandsliðið tekur á móti því þýska í Þjóðadeildinni í kvöld.
Ljóst er að um afar krefjandi leik verður að ræða. Ísland er með 3 stig í riðlinum eftir sigur á Wales og tap gegn Dönum og Þjóðverjum. Andstæðingur kvöldsins er með 3 stigum meira.
Þýskaland er í sjötta sæti heimslistans en Ísland í því fjórtánda. Fyrrnefnda liðið er því sigurstranglegra og má sjá það með því að horfa á veðbanka.
Á Lengjunni er stuðull á sigur Íslands til að mynda 10.55 á meðan hann er 1.17 á sigur Þýskalands.
Miði er þó alltaf möguleiki en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst klukkan 19.
Miðasala er í fullum gangi og má nálgast miða hér.