Fjölmiðlamaðurinn umdeildi Piers Morgan er allt annað en sáttur með að Lionel Messi hafi hlotið Ballon d’Or verðlaunin í gær.
Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn að vanda og hreppti Messi þau í áttunda skiptið. Spilar þar sterklega inn í að þessi magnaði fótboltamaður varð heimsmeistari með argentíska landsliðnu í fyrra.
„Að Messi vinni þessi verðlaun í ár á fáránlegan hátt sýna enn og aftur að úrslitin á þessari hátíð eru fyrirfram ákveðin,“ skrifar Morgan á Twitter (X).
Morgan er einn harðasti talsmaður Cristiano Ronaldo í heimi en Portúgalinn hefur fimm sinnum unnið Ballon d’Or. Segir hann að þau eigi að vera fleiri.
„Messi ætti að eiga tveimur færri gullbolta, Ronaldo tveimur fleiri og Haaland átti að vinna í ár.“
Messi preposterously winning the Ballon d’Or this year is yet more proof that the whole ‘Golden Ball’ system is rigged. He should have won 2 fewer, @Cristiano should have won 2 more, and Haaland should have won this year. End.
— Piers Morgan (@piersmorgan) October 31, 2023