fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Ein af hetjum þorskastríðanna látin

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 31. október 2023 12:29

Sigurður Þorkell Árnason skipherra. Mynd: Skjáskot-Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landhelgisgæsla Íslands greinir frá því á Facebook síðu sinni að Sig­urður Þorkell Árna­son, fyrr­ver­andi skip­herra hjá ­gæsl­unni sé látinn, 95 ára að aldri.

Í færslunni kemur fram að Sigurður hafi verið skipherra í öllum þorskastríðunum 1952, 1958, 1972 og 1976.

Í þorskastríðunum var fiskveiðilögsaga Íslands útfærð úr þremur mílum í, á endanum, 200 mílur. Skipherrar Landhelgisgæslunnar þurftu oft að taka á honum stóra sínum og þóttu flestir ganga vasklega fram í baráttunni við breska togara og bresk herskip. Almennt litu Íslendingar á skipherrana sem þjóðhetjur.

Færsla Landhelgisgæslunnar til minningar um Sigurð Þorkel Árnason  fer hér á eftir í heild sinni:

„Sig­urður Þorkell Árna­son, fyrr­ver­andi skip­herra hjá Land­helg­is­gæsl­unni er látinn, 95 ára að aldri.

Sig­urður lauk fiski­manna­prófi frá Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík árið 1951, far­manna­prófi tveimur árum síðar frá sama skóla og skip­stjóra­prófi frá varðskipa­deild Stýrimannaskólans árið 1955.

Sigurður var aðeins fjórtán ára þegar hann fór fyrst á sjó. Hann hóf fyrst störf á varðskipum Landhelgisgæslunnar árið 1947 og varð skipherra árið 1959.

Sigurður sigldi fyrst sem skipherra á varðskipinu Óðni en starfaði á öllum helstu varðskipum þjóðarinnar auk þess að vera á flugvélum og þyrlum Landhelgisgæslunnar. Sigurður var skipherra í öllum þorskastríðunum. Hann var síðasti skipherra Gæslunnar sem tók þátt í að verja út­færslu fiskveiðilögsögunnar, í fjór­ar míl­ur 1952, í 12 míl­ur 1958, í 50 míl­ur 1972 og í 200 míl­ur árið 1975.

Árið 1974 var Sigurður sæmdur ensku OBE-orðunni vegna björgunarafreks áhafnar varðskipsins Óðins sem bjargaði áhöfn enska togarans Notts County sem strandaði við Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi árið 1968. Sigurður hlaut einnig orðu frá banda­ríska sjó­hern­um, var ridd­ari hinn­ar kon­ung­legu norsku heiðursorðu og var sæmdur hinni ís­lensku fálka­orðu árið 1976 fyr­ir land­helg­is­störf. Að auki hlaut hann fjölda annarra viðurkenninga á ferlinum.

Landhelgisgæsla Íslands vottar aðstandendum Sigurðar innilegar samúðarkveðjur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð