Lionel Messi hlaut Ballon d’Or verðlaunin í karlaflokki og Aitana Bonmati í kvennaflokki.
Daily Star vildi þó heldur skoða klæðaburðinn á hátíðinni og birti grein þar sem furðulegasti klæðnaðurinn var tekinn fyrir.
Ekki voru allir sáttir við gráan lit Mbappe.
Bellingham vann Raymond Kopa verðlaunin sem besti ungi leikmaðurinn en buxur hans hefðu seint unnið til verðlauna.
Lamaire er eiginkona Didier Drogba og vakti klæðaburður hennar mikla athygli í gær.
Klæðaburður franska söngvarans þótti athyglisverður.
Kærasta Lauraro Martinez mætti í gegnsæjum kjól.
TikTok stjarnan mætti með hinum umdeilda Speed og föt hans pössuðu við rauða dregilinn.
Eiginkona Gundogan mætti í kjól sem vakti mikla athygli.
Vinicius mætti ansi rauður.
Cisse er alltaf skrautlegur.
Eiginmaður sænska varnarmannsins Amanda Ilestedt mætti í jakkafötum sem voru einhvern veginn ekki að virka.