fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Velta því upp hvort íshokkíleikmaðurinn verði ákærður fyrir manndráp – Myndband

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. október 2023 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íshokkíheimurinn er í sárum eftir hörmulegt andlát hins 29 ára gamla Adam Johnson, leikmanns Nottingham Panthers, á svellinu síðastliðinn laugardag.

Adam skarst á háls þegar Matt Petgrave, leikmaður Sheffield Steelers, fór með skautana í hálsinn á Adam með þeim afleiðingum að honum blæddi út.

Myndband af atvikinu hefur vakið talsverða athygli og hafa ýmsir velt því upp hvort Petgrave hafi ætlað sér að skaða Johnson.

Sean Avery, fyrrverandi leikmaður í NHL-deildinni, er þeirrar skoðunar þó hann taki fram að Petgrave hafi ekki ætlað sér að valda dauða eins og raunin varð. Avery sagði þetta í samtali við Jesse Watters hjá Fox-fréttastofunni í gærkvöldi.

Watters var harðorður í viðtalinu og talaði um „morð“ í samhengi málsins. Avery vildi ekki ganga svo langt.

„Það er hættulegt að varpa því orði fram. Ég hef séð þetta og þetta er hræðilegt, mjög erfitt á að horfa,“ sagði Avery og bætti við: „Held ég að hann hafi ætlað sér að framkvæma einhvers konar snertingu? Algjörlega. Held ég að hann hafi vaknað í morgun og ætlað sér að drepa einhvern? Nei.“

Avery bætti við að fóturinn á Petgrave hafi verið í ónáttúrulegri stöðu þegar hann lenti á hálsi Johnson.

Chris Therien, kanadískur fyrrverandi atvinnumaður í íshokkí, sagði á X, áður Twitter, að Petgrave hafi ætlað sér að valda skaða. „Þetta var Kung fu-spark. Augun í mér eru ekki að ljúga því, segið mér að ég hafi rangt fyrir mér.“

Newsweek ræddi við Nicolu Lacey, lagaprófessor við London School of Economics, vegna málsins og spurði hana hvort líkur væru á að Petgrave gæti sætt ákæru vegna málsins.

„Miðað við það sem ég hef séð þá finnst mér það ólíklegt. Til að um manndráp sé að ræða þarftu annað hvort að sýna af þér vítavert gáleysi eða hættulega hegðun – það síðarnefnda getur bara átt við ef um er að ræða alvarlegt brot á reglum íþróttarinnar,“ sagði hún og bætti við að saksóknarar gætu ekki farið áfram með málið nema þeir telji meiri líkur en minni á sakfellingu.

Myndband af atvikinu og umfjöllun Fox News má sjá hér að neðan. Athygli er vakin á því að myndbandið kann að vekja óhug:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“