fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Kaþólski biskupinn á Íslandi lítur á íslenskan kvenskörung sem fyrirmynd

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 31. október 2023 14:30

Sigríður Tómasdóttir og David Tencher: Myndir: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Facebook-síðu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi var fyrr í dag birtur pistill eftir David Tencher, biskup kirkjunnar hér á landi. Í pistlinum minnist biskupinn sérstaklega Sigríðar Tómasdóttur (1871-1957) frá Brattholti í Biskupstungum og segist vilja taka hana sér til fyrirmyndar. Sigríður öðlaðist landsfrægð fyrir ötullega baráttu sína fyrir verndun Gullfoss en hún er sögð hafa hótað að henda sér í fossinn ef hann yrði virkjaður eins og hugmyndir voru uppi um á fyrri hluta 20. aldar.

Á vef Umhverfisstofnunar er að finna nokkra fróðleiksmola um baráttu Sigríðar fyrir verndun Gullfoss og meðal annars vitnað til orða lögmanns hennar, Sveins Björnssonar, sem varð síðar fyrsti forseti Lýðveldisins Íslands:

„Nú hófst barátta Sigríðar um að varðveita Gullfoss, og leitaði hún nú til mín sem lögfræðings. Vildi hún reyna að fá ónýtta samninga þá, er faðir hennar hafði gert eða kaupa réttindin til baka. Þegar engar tilraunir í þessa átt tókust, tók hún þann kost að fá föður sinn til þess að neita að taka við árlegu gjaldi fyrir leigu á fossinum. En allt kom fyrir ekki, árgjaldið var boðið fram á löglegan hátt. Þá hótaði hún því, að við fyrstu skóflustunguna, sem gerð yrði til virkjunar, mundi hún kasta sér í fossinn og sjá svo, hvort mönnum þætti gæfulegt að halda áfram.

En þessu lauk öllu á annan veg. Erlendu mennirnir, sem náð höfðu leiguréttinum á Gullfossi, misstu smátt og smátt áhuga á vatnsvirkjun hér á landi. Þar kom, að árgjöldin hættu að greiðast. Lauk því svo, að leigusamningurinn féll úr gildi. Nú hefir ríkissjóður eignast Gullfoss, að því er mér skilst í því skyni að varðveita hann, eins og hann er, sem fagurt náttúrufyrirbrigði. Og sennilega mun okkur Íslendingum aldrei fara svo aftur, að almenningsálitið rísi ekki upp á móti því, að farið verði að hrófla við Gullfossi af manna höndum svo eindregið, að ekki þyki fært. Mun þá barátta Sigríðar í Brattholti ekki hafa verið alveg til ónýtis, og hún á það skilið, að hennar sé jafnan minnst fyrir landvörn sína.“

Langar að vera eins og Sigríður

David Tencher, sem er frá Slóvakíu en hefur búið og starfað hér á landi síðustu 20 ár, ritar pistilinn í tilefni af því að 8 ár eru síðan hann var vígður biskup. Hann beinir orðum sínum einkum til fólks hér á landi sem aðhyllist kaþólska trú. Hann segir trúnna vaxa meðal „þeirra sem hafa fullan ákafa“ og það sé skiljanlegt á Íslandi:

„Við skiljum það vel á Íslandi. Í sögu Íslands getum við fundið mörg dæmi um slíkt. Fyrir þau öll vil ég nefna sem dæmi eina konu sem hafði mikil áhrif á íslenskt samfélag og framtíð landsins. Margir sem eru að vinna við ferðamennsku geta lifað hér þökk sé henni.“

Biskupinn segir svo frá hvers vegna hægt sé að þakka Sigríði:

„Jæja, ég er að tala um Sigríði Tómasdóttur, einfalda bóndakonu sem dó 1957, en ef hún hefði ekki verið, þá væri Gullfoss ekki til! Ef hún hefði ekki verið svo full ákafa fyrir því, þá væri í stað Gullfoss komin mikil virkjun sem framleiðir rafmagn og enginn gæti séð hvað væri undir fyrirhuguðu lóni. En hún barðist mjög fyrir því að varðveita Gullfoss eins og hann er.

Með fé sínu borgaði hún lögfræðingum og setti málið í dóm gegn ríkinu. Við skulum minnast þess að hún kom gangandi til Reykjavíkur til að mótmæla og sýna samfélaginu hve þetta er mikilvægt þema. Og þegar ríkir fjárfestar vildu ekki hlusta á hana, hótaði hún að varpa sér í fossinn og deyja þar, og var tilbúin að gera það. Og sama ríkið sem var í málaferlum við hana viðurkenndi hve framsýn hún var og árið 1979 var minningarsteinn um hana settur við Gullfoss til að sýna öllum sem þar koma að það er henni að þakka að við getum í dag séð Gullfoss í öllu sínu veldi.“

Svo hrifinn er David Tencher af baráttu Sigríðar og trú hennar á réttmæti málstaðar síns að hann vill taka hana sér til fyrirmyndar:

„Æ, bræður og systur, hve mig langar að vera í starfi mínu að minnsta kosti örlítið eins og hún! Og það er það sem ég óska fyrir mig og ykkur líka. Biðjið fyrir mér að það megi gerast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð
Fréttir
Í gær

Rætt um að leigja flugvél til að flytja inn hunda vegna ófremdarástands – „Þetta eru gæludýrin okkar“

Rætt um að leigja flugvél til að flytja inn hunda vegna ófremdarástands – „Þetta eru gæludýrin okkar“
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri hestasjónvarpsstöðvar sakaður um fjárdrátt og þjófnað á verkefnum – Lét félagið kosta parketið heima hjá sér

Framkvæmdastjóri hestasjónvarpsstöðvar sakaður um fjárdrátt og þjófnað á verkefnum – Lét félagið kosta parketið heima hjá sér
Fréttir
Í gær

Komust inn í bílageymslu Assads og mynduðu ótrúlegt safn lúxusbifreiða

Komust inn í bílageymslu Assads og mynduðu ótrúlegt safn lúxusbifreiða
Fréttir
Í gær

Skemmir stjórnarmyndunarumboðið fyrir lýðræðinu?

Skemmir stjórnarmyndunarumboðið fyrir lýðræðinu?