fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Opinbera hvernig bálreiður Ten Hag refsaði leikmönnum United eftir tapið um helgina

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 31. október 2023 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, lét leikmenn sína sitja í þögn og hlusta á leikmenn Manchester City fagna eftir tapið í nágrannaslagnum um helgina.

City vann þægilegan 0-3 sigur á United á sunnudag og Ten Hag er sagður hafa verið brjálaður eftir leik.

Breska götublaðið The Sun segir frá því að Hollendingurinn hafi látið leikmenn sitja í búningsklefanum eftir leik og hlusta á nágranna sína hinum megin við ganginn fagna. Vildi hann einnig að þeir heyrðu fagnaðarlæti stuðningsmanna City.

Eftir það hraunaði Ten Hag svo yfir leikmenn sína.

Ætlaði hann að gefa leikmönnum frí hefðu þeir unnið City. Það varð augljóslega ekki af því. Þess í stað fá leikmenn heimavinnu, myndbönd sem þeir þurfa að horfa á og sjá hvað betur mætti fara.

United er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 15 stig eftir tíu leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Brighton fékk óvæntan skell á heimavelli

England: Brighton fékk óvæntan skell á heimavelli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rashford og Garnacho æfðu í morgun – Ekki í hópnum gegn City

Rashford og Garnacho æfðu í morgun – Ekki í hópnum gegn City
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gary O’Neil rekinn frá Wolves

Gary O’Neil rekinn frá Wolves
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili
Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“