Netöryggiskeppni Evrópu fór fram í síðustu viku í Noregi þar sem 28 Evrópulönd tóku þátt. Keppninni lauk á föstudagskvöld og endaði Ísland í 21 sæti. Fulltrúar Íslands voru níu talsins en Netöryggiskeppni Íslands, Gagnaglíman, fór fram í byrjun júní þar sem þeir keppendur sem stóðu sig best voru valdir í keppnishóp fyrir Íslands hönd. Netöryggiskeppni Íslands er haldin að frumkvæði Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem Origo og Syndis eru styrktaraðilar, eins og kemur fram í tilkynningu.
Mikilvægi netöryggis hefur aukist gífurlega núna í seinni tíð sem hefur leitt til vöntunar sérfræðinga á því sviði. Keppnin var því sett á laggirnar eftir átak hjá Netöryggissambandi Evrópu, með það markmið að vekja áhuga ungs fólks á á netöryggi vegna þess hve mikill skortur er af fólki í þessum bransa.