fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

„Mál er að linni þessu enskuböli sem tröllríður hér öllu“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. október 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Andri Thorsson, íslenskufræðingur, einn fremsti rithöfundur þjóðarinnar og fyrrverandi þingmaður, segir að nóg sé komið af enskum örnefnum hér á landi.

Guðmundur gerir orð Ásgeirs Baldurs, forstjóra ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures, að umtalsefni en fyrirtækið keypti nýlega hinn vinsæla ferðamannastað Kerið.

Allar tillögur vel þegnar

Ásgeir ræddi kaupin í viðtali við Vísi í gær þar sem fram kom að Kerinu hefði ekki enn verið fundið enskt heiti. Arctic Adventures rekur ferðaþjónustu við fleiri náttúruperlur hér á landi, til dæmis Raufarhólshelli í Þrengslunum sem kallaður er Lava tunnel. Þá býður fyrirtækið upp á ferðir um ísgöng í Langjökli undir heitinu Into the glacier.

Þegar Ásgeir var spurður hvort komið væri enskt nafn á Kerið til markaðssetningar fyrir erlenda ferðamenn sagði hann:

„Við höfum svolítið verið að vandræðast með það hvort þetta sé Kerið eða the Crater. Kerið er frábært nafn en við eigum eftir að læra inn á það hvað útlendingarnir nota yfir þetta. Kannski verðum við með nafnatillagnakeppni um hvað erlenda heitið á að vera. Það er the Crater sem er notað í dag, en allar tillögur eru vel þegnar. Að óbreyttu verði nafnið þó the Crater áfram,“ sagði hann í áðurnefndu viðtali.

Örnefni eigi að vera íslensk

Guðmundur Andri er ekki sáttur við þessa þróun og gerði hann málið að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í gær.

Hann bendir á að enn hafi ekki verið valið enskt heiti á Fujijama-fjall eða Montmartre-hæðina, hvað þá franskt nafn á Stonehenge eða grískt heiti á Gamla Stan.

„Mál er að linni þessu enskuböli sem tröllríður hér öllu. Örnefni á Íslandi eiga að vera íslensk (eða hugsanlega keltnesk),“ segir Guðmundur Andri og taka margir undir, til dæmis Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur sem segir:

„Hvers konar aumingjaháttur er þetta og minnimáttarkennd. Þetta heitir Kerið. Útlendingar sem koma vilja fá að vita nafnið- fyrir nú utan að þeir tala ekki allir ensku! Meira að segja þeim enskumælandi finnst asnaleg þessi uppsleiking við enskuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði
Fréttir
Í gær

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“