fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

X, áður Twitter, er meira en helmingi verðminna en þegar Elon Musk keypti fyrirtækið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. október 2023 09:30

Fjárfesting Elon Musk í X, áður Twitter, hefur ekki verið ferð til fjár. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðillinn X, sem áður hét Twitter, er meira en helmingi verðminni en þegar ríkasti maður heims, Elon Musk, keypti fyrirtækið fyrir ári síðan.

Í gær fengu útvaldir starfsmenn fyrirtækisins kaupréttasamninga í því en miðað við það er virði fyrirtækisins 19 milljarðar bandaríkjadala. Það er um 55% minna en kaupverðið sem Musk reiddi fram á sínum tíma sem voru 45 milljarðar króna. Verðmiðinn byggist á mati stjórnenda fyrirtækisins en þar fer Elon Musk með öll völd og hefur meðal annars ekki enn skipað í formlega stjórn samfélagsmiðilsins.

Óhætt er að segja að yfirtaka Musk á samfélagsmiðlinum hafi verið umdeild og hann hefur stýrt honum í átt sem mörgum hugnast ekki. Nafnabreytingin vakti til að mynda gríðarlega athygli enda var Twitter orðið afar þekkt vörumerki og vandséð hver ávinningurinn átti að vera.

Greinendur eru sumirhverjir á því að verðmiði upp á 19 milljarða bandaríkjadali sé enn of rausnarlegur fyrir fyrirtækið og að verðmætti þess sé enn minna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe