Fótboltablaðamaðurinn Fabrizio Romano fær nú á baukinn frá einhverjum netverjum fyrir að leka úrslitum í Ballon d’Or áður en þau voru tilkynnt.
Lionel Messi hreppti verðlaunin í áttunda sinn í gær. Romano hafði þó tilkynnt fyrir nokkru að han væri sigurvegarinn.
Romano er ansi vel tengdur en hann greinir yfirleitt fyrstur allra frá stærstu félagaskiptum fótboltans. Einn reiður netverji gekk svo langt að Ítalinn væri búinn að eyðileggja íþróttina.
„Fabrizio Romano hefur eyðilagt fótboltann. Fyrst eyðilagði hann það að félagaskipti kæmu okkur á óvart og nú lak hann úrslitum Ballon d’Or áður en tilkynnt var um þau,“ skrifaði hann.
Þess ber þó að geta að spænsk blöð voru fyrri til en Romano að tilkynna um úrslit Ballon d’Or.