fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Matur

Guðdómleg perubaka

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 5. nóvember 2023 09:00

Mynd: Heimkaup

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirréttabökur eru hinn fullkomni eftirréttur. Hann er ofurauðvelt að gera og slær ávallt í gegn. Fyrir þá sem vilja má skipta út perum fyrir epli. Allt eftir hentugleik hvers og eins.

Hráefni

Baka

  • 6 Perur
  • 1 tsk Vanilludropar
  • 1.5 tsk Kanill
  • 0.25 tsk Múskat
  • 0.25 tsk Salt

Mulningur

  • 100 g Smjör við stofuhita
  • 75 g Hveiti
  • 40 g Haframjöl
  • 50 g Sykur
  • 100 g Púðursykur
  • 50 g Pekanhnetur, saxaðar
  • 0.25 tsk Salt

Leiðbeiningar

  1. Afhýðið perur og skerið í sneiðar. Látið í skál ásamt vanillu, kanil, múskati og 1/4 tsk salti. Blandið vel saman.
  2. Hellið perunum í smurt eldfast mót.
  3. Blandið smjöri, hveiti, haframjöli, sykri, púðursykri, pekanhnetum og salti saman í skál. Hnoðið vel saman með höndunum þar til deigið er orðið þétt í sér. Myljið yfir perurnar.
  4. Bakið í 180°c heitum ofni í 45 mínútur eða þar til orðið brúnt á lit og stökkt.
  5. Takið úr ofni og kælið í 5-10 mínútur.
  6. Berið fram með rjóma, vanilluís og jafnvel karamellusósu.

Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, einfalt og þægilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum