Vegfarandi tók meðfylgjandi myndir undir lok dags en þær sýna umferðaróhapp á horni Skjólvangs og Hjallabraut í Hafnarfirði. Tekið skal fram að atvikið er með öllu óskylt alvarlegu slysi sem varð hjá Ásvallalaug í dag.
Bíll lenti út af vegi þarna og lenti í hrauninu fyrir neðan. Nokkur viðbúnaður lögreglu og sjúkraliðs var á vettvangi en ekki er vitað hvort meiðsl urðu á fólki við óhappið.