Madelene Wrigh klæddi sig um sem engil í tilefni Halloweenog hafa myndir af heni vakið mikla athygli.
Madelene er fyrrum leikmaður Charlton en var rekin þaðan árið 2021.
Hún hafði deilt myndböndum af sér að taka inn hláturgas, sem er ekki vel liðið innan fótboltans. Annað myndband fór í umferð af henni að drekka áfengi á meðan hún brunaði áfram á bifreið sinni. Þriðja myndbandið sýndi svo Madelene stunda kynlíf á meðan hún talaði í símann.
Charlton rak stúlkuna frá félaginu vegna þessara myndbanda.
Madelene hefur hins vegar síðar greint frá því að hún græði á tá og fingri á OnlyFans eftir að hafa verið rekin úr boltanum.
Sem fyrr segir birti hún nýlega djarfar myndir sem hafa vakið mikla athygli. Þær má sjá hér að neðan.