Richard Keys fyrrum stjórnandi á Sky Sports segir að Gary Neville og Roy Keane fari alltof mjúklega um Erik ten Hag.
Hollenski stjórinn er í vanda staddur eftir fimm tapleiki í tíu fyrstu deildarleikjum tímabilsins.
Keys blöskraði að heyra gömlu United fyrirliðana ræða um Ten Hag á Sky eftir slæmt tap gegn Manchester City í gær.
„Það er mikil reiði þarna núna, þrátt fyrir að 92 árangurinn fari mjúklega um hann,“ skrifar Keys.
„Ég er ekki oft sammála Carragher en það er rétt hjá honum að þeir væru búnir að slátra Mourinho eða þannig týpu.“