fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

„Gyðjan“ úr Mission Impossible óþekkjanleg í dag

Fókus
Mánudaginn 30. október 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska leikkonan Emmanuelle Béart sló í gegn í fyrstu Mission Impossible-myndinni sem kom út árið 1996. Í myndinni fór hún með hlutverk Claire sem var náin Ethan Hunt sem Tom Cruise lék.

Béart vakti mikla athygli í myndinni og var hún í uppáhaldi hjá mörgum vegna fegurðar sinnar. Voru margir sem bjuggust við því að Béart myndi láta meira að sér kveða í Hollywood en raunin varð önnur.

Béart, sem varð sextug í sumar, var 33 ára þegar myndin kom út og hefur hún aðallega látið að sér kveða í leiklistarsenunni í Frakklandi á undanförnum árum.

Leikkonan frumsýndi nýtt útlit á Instagram-síðu sinni í vikunni en á mynd sem hún birti má sjá hana með ljóst hár sem nær niður á axlir.

Nýja útlitið féll vel í kramið hjá aðdáendum sem skrifuðu athugasemdir við færsluna: „Gyðja, núna og að eilífu,“ sagði til að mynda einn.

Leikkonan opnaði sig árið 2012 um misheppnaðar lýtaaðgerðir sem hún gekkst undir á sínum tíma.

Béart hefur haft mörg járn í eldinum á undanförnum árum og var hún einn af framleiðendum heimildarmyndarinnar Such a Resounding Silence sem segir sögu fjögurra fórnarlamba sifjaspells. Áður en myndin var frumsýnd í síðasta mánuði opnaði leikkonan sig um að hafa sjálf verið fórnarlamb sifjaspells í æsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“