Béart vakti mikla athygli í myndinni og var hún í uppáhaldi hjá mörgum vegna fegurðar sinnar. Voru margir sem bjuggust við því að Béart myndi láta meira að sér kveða í Hollywood en raunin varð önnur.
Béart, sem varð sextug í sumar, var 33 ára þegar myndin kom út og hefur hún aðallega látið að sér kveða í leiklistarsenunni í Frakklandi á undanförnum árum.
Leikkonan frumsýndi nýtt útlit á Instagram-síðu sinni í vikunni en á mynd sem hún birti má sjá hana með ljóst hár sem nær niður á axlir.
Nýja útlitið féll vel í kramið hjá aðdáendum sem skrifuðu athugasemdir við færsluna: „Gyðja, núna og að eilífu,“ sagði til að mynda einn.
Leikkonan opnaði sig árið 2012 um misheppnaðar lýtaaðgerðir sem hún gekkst undir á sínum tíma.
Béart hefur haft mörg járn í eldinum á undanförnum árum og var hún einn af framleiðendum heimildarmyndarinnar Such a Resounding Silence sem segir sögu fjögurra fórnarlamba sifjaspells. Áður en myndin var frumsýnd í síðasta mánuði opnaði leikkonan sig um að hafa sjálf verið fórnarlamb sifjaspells í æsku.