Ballon d’Or verðlaunin eftirsóttu verða veitt við hátíðlega athöfn í kvöld eins og ár hvert. Það er talið næsta víst að Lionel Messi, leikmaður Inter Miami, hljóti verðlaunin.
Það er hinn virti Fabrizio Romano sem heldur því fram að Messi hljóti verðlaunin í kvöld og að það eigi aðeins eftir að staðfesta það.
Argentínumaðurinn hefur sjö sinnum unnið þessi stærstu einstaklingsverðlaun fótboltans, oftar en nokkur annar. Mun hann gera það í áttunda skiptið í kvöld ef marka má fréttir.
Messi leiddi Argentínu að heimsmeistaratitlinum í Katar undir lok síðasta árs sem spilar sterklega inn í að hann hreppir verðlaunin.
Lionel Messi will be announced as the Ballon d’Or winner tonight — his Ballon d’Or number 8, as expected ✨🇦🇷
Ceremony in Paris, all set for it. pic.twitter.com/gAKyqmAtUv
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 30, 2023