fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
Eyjan

Vilhjálmur bendir á sturlaða staðreynd um nýjar verðbólgutölur

Eyjan
Mánudaginn 30. október 2023 13:00

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að Seðlabankinn sjálfur stuðli að hækkandi verðbólgu hér á landi.

Hagstofan birti í morgun nýjar verðbólgutölur en samkvæmt þeim hækkar vísitala neysluverðs lítillega á milli mánaða, eða um 0,6%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 7,9%.

Vilhjálmur gerir þetta að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í morgun og segir það vekja sérstaka athygli að reiknuð húsaleiga í vísitölunni hækkar um 0,38%.

„Takið eftir 63% af hækkun á vísitölunni milli mánaða er vegna reiknaðrar húsaleigu. En þeir þættir sem keyra reiknaða húsaleigu upp eru, já takið eftir, vaxtahækkanir og hækkun á fasteignaverði. Með öðrum orðum, Seðlabankinn sjálfur stuðlar að hækkun verðbólgu hér á landi með þessum okurvöxtum sínum sem birtast í reiknaðri húsaleigu.“

Vilhjálmur segir það hafa blasað við um áratugaskeið að reiknuð húsaleiga eigi stóran þátt í að keyra verðbólguna upp hér á landi. Það orsakist af háu vaxtarstigi og gríðarlegri hækkun á fasteignaverði sem komi fyrst og fremst til vegna framboðsskorts á húsnæðismarkaði.

„Hugsið ykkur að upp undir 40% af verðbólgu á Íslandi frá árinu 2015 er keyrð áfram vegna reiknaðrar húsaleigu í neysluvísitölunni en flest lönd sem við berum okkur saman við eru ekki að reikna hana út eins og við,“ segir Vilhjálmur og bætir við að af þessum sökum sé ein af kröfum Starfsgreinasambandsins að útreikningum á húsnæðisliðnum í neysluvísitölunni verði breytt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
Eyjan
Fyrir 5 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“