Kolbrún Pálína Helgadóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi fegurðardrottning, og Jón Haukur Baldvinsson, verkefnastjóri hjá SSP Iceland, eru hætt saman eftir fimm ára samband.
Vísir greinir frá.
Kolbrún var valin Ungfrú Ísland.is árið 2001 og á farsælan fjölmiðlaferil að baki. Hún var um tíma ritstjóri hjá Nýtt Líf og fylgitímariti Fréttablaðsins, Lífið. Hún hefur einnig gert góða hluti sem makaðsráðgjafi, fyrir nokkrum árum var hún verkefnastjóri markaðsdeildar Árvakurs en starfar nú hjá markaðsdeild Icepharma.
Fókus óskar þeim velfarnaðar á þessum tímamótum.