Þeir Jeremy Doku og Antony tókust harkalega á í sigri Manchester City á Manchester United í nágrannaslag gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni.
City vann leikinn þægilega 0-3 en mönnum var heitt í hamsi þegar leið á. Leikmenn United voru eðlilega pirraðir á stöðunni.
Antony og Doku virtust sérstaklega pirraðir út í hvorn annan og þurfti að stía þeim í sundur.
Stríðið hélt áfram á samfélagsmiðlum eftir leik. Doku birti mynd af átökum þeirra Antony og skrifaði: „Slakaðu á. Manchester er blá.“
Doku hefur heillað mikið frá því hann kom til City frá Rennes fyrir 55,5 milljónir punda í sumar. Færsla hans er hér að neðan.
Stay calm… 💆🏾♂️
Manchester is blue 💙 pic.twitter.com/iqrUw5gQsz— Jeremy Doku (@JeremyDoku) October 29, 2023