fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Heimir Karls hjólar í endurskoðandann: „Afneitun sumra á ömurlegu húsnæðislánakerfi á Íslandi ríður ekki við einteyming“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 30. október 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hverslags bölvað bull er þetta í viðkomandi ,,endurskoðanda“. Segir allt sem segja þarf um þá sem eru þrælar Excel,“ segir Heimir Karlsson, fjölmiðlamaður og þáttastjórnandi Bítisins á Bylgjunni á Facebook-síðu sinni.

Óhætt er að segja að færsla endurskoðanda eins, sem DV fjallaði um um helgina, hafi vakið athygli. Umræddur endurskoðandi, sem kaus að koma fram nafnlaus, gerði þá greiðsluseðil fasteignaláns sem gengið hefur um Facebook að umtalsefni en á honum má sjá dæmi um það vaxtaokur sem viðgengst hér á landi.

Sjá einnig:
Endurskoðandi freistar þess að skóla Villa Birgis og Ingu Sæland til – „Lántakinn hefur „grætt“ 22.600.000 krónur á þessum óskapnaði öllum“

Greiðslubyrði umrædds láns er 500.501 króna en af því þarf viðkomandi að greiða 489.555 krónur í vexti en 10.426 krónur fara inn á sjálft lánið. 520 krónur fara svo í tilkynningar- og seðilgjald.

Endurskoðandinn reyndi að færa rök fyrir því að staða lántakans væri ekki svo slæm þegar allt kemur til alls. Til dæmis hefði fasteignaverð hækkað mikið á lánstímanum og færa mætti rök fyrir því að lántakinn hefði grætt rúmar 20 milljónir þrátt fyrir háa vexti.

Hann situr eftir í súpunni

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, svaraði endurskoðandanum í gær eins og DV fjallaði um og þá skrifaði Heimir Karlsson, sem fjallað hefur um þessi mál í Bítinu að undanförnu, færslu á Facebook sem vakti töluverða athygli.

„Í fyrsta lagi má spyrja: hafa launin hækkað sem nemur hækkun afborgunarinnar sem hér er gefið dæmi um? Nei að sjálfsögðu ekki og því hefur viðkomandi lántaki ekki efni á að greiða af láninu, a.m.k. ekki lengi.

Hvað gerist þá? – Bankinn eða lánastofnunin hirðir fasteignina.

Hvað á lántakandinn þá eftir? Ekkert! og kominn inn á svartan lista Credit Info!“

Heimir sagði svo að vel mætti vera að eign viðkomandi hefði hækkað í verði en hann veltir fyrir sér hvernig í ósköpunum það hjálpar.

„Ekkert! Vegna þess að viðkomandi lifir ekki á þeirri hækkun frá mánuði til mánaðar, sú verðhækkun fasteignarinnar er m.ö.o. ekki peningur í vasann.

– Ef hann selur, kemst hann ekki inn á fasteignamarkaðinn aftur í langan tíma, ef nokkurn tímann. Hvaða afleiðingar hefur það?

– Þvert á móti þá tapar fasteignakaupandinn á verðhækkun fasteignarinnar. Hafa einmitt ekki allar fasteignir hækkað í verði og fengi viðkomandi þá greiðslumat? Nei auðvitað ekki. Hann situr eftir í súpunni.“

Hann bendir svo á að fasteignamatið hækki líka upp úr öllu valdi sem skilur enn minna eftir í vasa viðkomandi.

„Að leggja það svo til að breyta yfir í verðtryggt lán? Einmitt, eins og 99% þjóða heims hafa EKKI kosið að gera.  Afneitun sumra á ömurlegu húsnæðislánakerfi á Íslandi ríður ekki við einteyming. Það er kominn tími til að leita til nágrannalandanna að eins góðri fyrirmynd og mögulegt er. Í dag þjónar kerfið lánveitendum eingöngu. Það ætti ekki að vera þannig,“ sagði Heimir og bætti að lokum við að færa mætti rök fyrir því að Íslendingar losni ekki við ósanngjarnt „þrælavaxtastig“ og efnhagsstjórn nema við fáum stöðuga hagstjórn, stöðugan gjaldmiðil og við stjórn landsins gangi hagsmunir almennings fyrir í landinu en ekki hagsmunir lánastofnana og kerfisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT