Félagið, sem er í borginni Inverness, tilkynnti þetta á vefsíðu sinni í gær og þá er fjallað um málið á vefnum Press and Journal.
„Craig Dishington (Dishy) var ekki bara framkvæmdastjóri okkar og þjálfari, heldur var hann vinur okkar og stuðningsmaður númer eitt,“ sagði í tilkynningu félagsins.
„Allir sem tengjast félaginu á einhvern hátt eru í sárum og það verður erfitt að hafa ekki Dishy lengur á hliðarlínunni til að hvetja okkar lið áfram,“ sagði enn fremur.
Talsmaður skoska utanríkisráðuneytisins staðfesti við Press and Journal að ráðuneytið væri að aðstoða fjölskyldu einstaklings sem lést á Íslandi um helgina.