Kristian Nökkvi Hlynsson fékk að byrja hjá Ajax í dag sem mætti PSV í hollensku úrvalsdeildinni.
Um er að ræða sögufrægan stórleik í Hollandi en PSV hafði betur sannfærandi með fimm mörkum gegn tveimur.
Kristian spilaði allan leikinn í þessu tapi en tókst ekki að skora né leggja upp að þessu sinni.
Útlitið var bjart fyrir Ajax í hálfleik en liðið var 2-1 yfir áður en PSV skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik.
Gengi Ajax hefur verið alveg hörmulegt á leiktíðinni og er liðið nú á botni deildarinnar með aðeins fimm stig.
Hirving Lozano átti stórleik fyrir heimaliðið og skoraði þrennu í sigrinum.