fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Egill hvetur til stillingar varðandi séra Friðrik

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 29. október 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt umtalaðasta mál vikunnar er séra Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM, Hauka og Vals, og einhver dáðasti Íslendingur 20. aldarinnar eftir að bók um hann kom út í vikunni. Bókin Séra Friðrik og drengirnir hans er eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing og í henni er varpað ljósi á skuggahliðar í lífi Friðriks, sérstaklega samband hans við unga drengi og hrifningu hans á þeim.

Í bókinni greinir Guðmundur frá því að maður um áttrætt hafi haft samband við sig og greint honum frá því að Friðrik hafi leitað á hann og káfað á honum þegar hann var ungur drengur.

Guðmundur var til viðtals í bókmenntaþættinum Kiljunni á RÚV og þar segir hann vinnslu bókarinnar hafa verið óþægilega á köflum og hann hafi íhugað hreinlega að leggja verkið frá sér. Hann hafi þó afráðið að það væri hugleysi að gera það og haldið því verkefninu til streitu.

Sjá einnig: Skuggahliðar eins dáðasta Íslendings síðustu aldar – „Ég held að allir hafi í rauninni vitað þetta mjög lengi“

Í kjölfar útgáfu bókarinnar hefur mikil umræða skapast um hvort fjarlægja eigi tvær styttur sem eru af Friðriki í Reykjavík, önnur er lítil brjóstmynd sem stendur við Valsheimilið á Hlíðarenda og hin er „Séra Friðrik og drengurinn“ sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu, fyrir allra augum, í miðbænum.

Sjá einnig: Séra Friðrik og drengurinn – „Meinlítil þjóð með engar styttur af ógeðskörlum“

Egill Helgason er einn þeirra sem hefur tjáð sig um málið og hvetur hann menn til að gæta stillingar og byrja á að lesa bókina:

„Viðtal mitt við Guðmund Magnússon í Kiljunni fjallaði um bók sem er 500 blaðsíður, umfjöllunarefnið er Séra Friðrik Friðriksson. Þar er gríðarlega mikið af upplýsingum enda leitaði Guðmundur í bréfa- og skjalasöfn við vinnslu bókarinnar. Upp úr þessu hefur sprottið heilmikil umræða í samfélaginu.

En ég er steinhissa á því hversu margir tjá sig án þess að hafa lesið bókina – ég hefði haldið að lestur hennar væri ákveðin forsenda á þessu stigi málsins. Að menn kynni sér málavöxtu í stað þess að stökkva fram með tal um að „alltaf hafi verið orðrómur“. Það liggur heldur ekki á að rífa niður styttu eða fá viðbrögð eða fordæmingu allra sem tengjast málinu. Séra Friðrik hefur verið í gröfinni í 62 ár en bókin kom út núna í vikunni. Lesið hana – hún er grundvöllur þessarar umræðu ekki félagsmiðlarnir eða tilfinning fyrir því að hlutirnir hafi verið svona eða hinsegin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans