West Ham 0 – 1 Everton
0-1 Dominic Calvert-Lewin(’51)
Everton vann óvæntan sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag en um var að ræða fyrsta leik dagsins.
Dominic Calvert-Lewin reyndist hetja gestanna og skoraði eina markið snemma í síðari hálfleiknum.
Úrslitin koma heldur betur á óvart en Everton var aðeins að vinna sinn þriðja sigur í tíu leikjum.
Gengi West Ham hefur verið brösugt undanfarið og hefur liðið tapað þremur af síðustu fimm viðureignum sínum.
Everton er nú með tíu stig eftir tíu leiki en West Ham er með 14 og situr í níunda sæti.