Það eru mjög fáir ef einhverjir sem hafa byrjað tímabilið betur en miðjumaðurinn Jude Bellingham.
Bellingham gekk í raðir Real Madrid í sumar frá Dortmund og er strax einn allra mikilvægasti leikmaður félagsins.
Englendingurinn hefur skorað tíu mörk í La Liga á tímabilinu en hann setti tvennu gegn Barcelona í gær í 2-1 sigri.
Það þýðir að Bellingham er nú þegar búinn að toppa besta tímabil Zinedine Zidane sem náði aldrei yfir níu mörkum fyrir Real í deildinni.
Stórkostlegur árangur hjá þessum tvítuga dreng sem er svo sannarlega framtíð enska landsliðsins sem og framtíð Real Madrid.
Zidane var talinn einn besti ef ekki besti miðjumaður heims á sínum tíma en Bellingham er búinn að bæta markamet hans í aðeins tíu leikjum.