Neal Maupay, leikmaður Brentford, fékk að líta gult spjald í leik gærdagsins gegn Chelsea.
Brentford kom mörgum á óvart á Stamford Bridge og vann mjög laglegan 2-0 útisigur á heimamönnum.
Maupay kom við sögu í viðureigninni en tókst að fá gult spjald er hann hitaði upp sem varamaður.
Maupay ákvað að sparka í bolta leiksins við hliðarlínuna áður en heimamenn tóku aukaspyrnu.
Dómari leiksins hafði engan húmor fyrir hegðun Maupay sem fékk að launum gult spjald eins og má sjá hér fyrir neðan.
A yellow card for Neal Maupay before he even comes on to the pitch 😅#AstroEPL #CHEBRE pic.twitter.com/RTuWCm9GT5
— Stadium Astro 🇲🇾 (@stadiumastro) October 28, 2023