VAR á Englandi bætti eigið met í gær er Bournemouth og Burnley áttust við í ensku úrvalsdeildinni.
Bournemouth vann þar 2-1 sigur á Burnley en Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði gestanna.
VAR er svo sannarlega umdeilt fyrirbæri en það tók yfir fimm mínútur að dæma Jay Rodriguez rangstæðan í leik gærdagsins.
Dómarar leiksins tóku sinn tíma í að ákveða að mark Rodriguez fengi ekki að standa og hefur VAR aldrei verið eins lengi að taka ákvörðun.
Línuvörður vallarins flaggaði um Rodriguez rangstæðan og eftir langt ferli þá var sú ákvörðun dæmd gild.
VAR hefur aldrei verið svo lengi að dæma í knattspyrnuleik á Englandi en metið var áður þrjár mínútur og 45 sekúndur í leik Sheffield United og Tottenham árið 2019.