Jermain Defoe virðist ekki hata sviðsljósið en um er að ræða fyrrum leikmann Tottenham og enska landsliðsins.
Defoe hefur margoft komist í fréttirnar á Englandi vegna einkalífsins en hann þykir vera mikill kvennabósi.
Nýlega sást Defoe ásamt kærustu sinni, Alisha LeMay, á rauða dreglinum á verðlaunahátíð í Bretlandi.
Aðeins sex dögum eftir þann viðburð var Defoe myndaður ásamt konu að nafni Paige Mallabourn Edmondson á bílastæði fyrir utan verslun.
Þar sást Defoe kyssa þessa ágætu konu en útlit er fyrir að hann hafi verið gómaður í framhjáhaldi og ekki í fyrsta sinn.
Defoe hélt framhjá fyrrum eiginkonu sinni með LeMay og er útlit fyrir að hann sé nú að halda framhjá í annað sinn á stuttum tíma.