Á samfélagsmiðlum hafa eflaust flestir tekið eftir skjáskoti af greiðsluseðli einum sem hefur verið í mikilli dreifingu. Um er að ræða greiðsluseðil af 57,3 milljón króna fasteignaláni en um er að ræða 26 gjalddaga af 40 ára láni. Það sem flestir hafa sopið hveljur yfir er að greiðslan sem verið er að innheimta hljóðar upp á 500.501 krónur en af því er aðein 10.426 krónur innborgun á sjálft lánið. Afborgunin af vöxtum lánsins hljóðar upp á heilar 489.555 krónur og svo eru 520 krónur í tilkynningar- og seðilgjald.
Margir hafa lýst yfir vanþóknun sinni á málinu, þar á meðal nýendurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, Vilhjálmur Birgisson, sem sagði greiðsluseðilinn sýna vel það „skefjalausa ofbeldi sem íslensk heimili hafa þurft að þola af hálfu fjármálakerfisins á liðnum árum og áratugum.“ Þá sagði Inga Sæland að um væri að ræða „hreinan og kláran viðbjóð“.
Endurskoðandi einn, sem gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta vangaveltur sínar, skoðaði málið þó með ítarlegri hætti og sagði allt benda til þess að staða fasteignaeigandans væri ekki svo slæm. Þvert á móti væri hann að öllum líkindum búinn að stórgræða á fasteigninni og ef hann réði ekki við afborganirnar gæti hann breytt láninu yfir i verðtryggt og lækkað greiðslubyrðina verulega.
Greining endurskoðandans er á þessa leið: