Arsenal valtaði yfir Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni.
Eddie Nketiah átti stórkostlegan leik fyrir Arsenal og skoraði þrennu í viðureigninni í sannfærandi sigri.
Nketiah hefur verið flottur fyrir Arsenal á þessari leiktíð en Fabiop Vieira og Takehiro Tomiyasu komust einnig á blað.
Bournemouth vann þá heimasigur á Burnley þar sem Philip Billing reyndist hetja heimaliðsins.
Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði leikinn fyrir Burnley í tapinu.
Arsenal 5 – 0 Sheffield United
1-0 Eddie Nketiah(’28)
2-0 Eddie Nketiah(’51)
3-0 Eddie Nkeiah(’58)
4-0 Fabio Vieira(’88, víti)
5-0 Takehiro Tomiyasu(’99)
Bournemouth 2 – 1 Burnley
0-1 Charlie Taylor(’11)
1-1 Antoine Semenyo(’22)
2-1 Philip Billing(’76)