fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Reiði yfir hjásetu Íslands vegna Gaza – Hörðustu árásir Ísraels frá upphafi átakanna í nótt – „Ekki í mínu nafni, heybrækur“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 28. október 2023 12:07

Kristinn Hrafnsson bendir á áhugaverða kenningu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsverð reiði hefur brotist út á samfélagsmiðlum vegna þeirrar ákvörðunar Íslands að sitja hjá í atkvæðagreiðslu varðandi ályktun um vopnahlé á Gaza í neyðarumræðu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í gær.

Ályktunin var lögð fram af Jórdaníu, fyr­ir hönd ríkja Ar­ab­ahóps­ins svokallaða, en ástæða þess að Ísland studdi ekki ályktunina, samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, var sú að ekki var tekið til grimmdarverka Hamas, sem hófu átökin, né var með beinum hætti brugðist við gíslatöku Hamas en 200 manns eru þar í haldi, þar af 30 börn. Breytingartillaga Kanada við ályktunina, þar sem tekið var á þessum atriðum, náði ekki fram að ganga en fyrir liggur að þá hefði Ísland samþykkt ályktunina.

Hneykslaður á afstöðuleysi

Af þessum sökum ákvað Ísland að sitja hjá í atkvæðagreiðslunni ásamt 44 öðrum ríkjum en 120 ríki samþykktu ályktunina og 14 voru á móti henni.

Ljóst er að margir hafi litla samúð með þessari stjórnsýslu og sérstaklega í ljósi þess að í nótt voru umfangsmestu árásir Ísraela á Gaza-ströndina frá upphafi átakanna. Ekki liggja fyrir tölur um mannfall en ljóst er að það er umtalsvert.

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, var einn þeirra sem tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum og hann er hneykslaður á afstöðuleysi Íslands.

Ísland sat hjá í gærkvöld í atkvæðagreiðslu um mannúðarvopnahlé á Gaza á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna… Í kjölfarið slökkti Ísrael á öllum fjarskiptum og ákvað að fremja verstu voðverkin í myrkri og sambandsleysi. Ísland sat hjá.
Eftir linnulausar sprenguárásir þrjár vikur þar sem 7000 hefur verið slátrað, meira en 3000 börnum, var ákveðið að bæta í með mestu sprengjuaðgerð til þessa í nótt. Ísland sat hjá.
Það er dagrenning á Gaza en engar fréttir hafa enn borist um mannfallið í nótt aðeins stakar ljósmyndir og einstök orð „hreinn hryllingur“, „slátrun“, „þjóðarmorð“. Þetta er það sem Íslendingar fá með morgunkaffinu. Tillagan í gærkvöld sem ekki var einu sinni bindandi gékk útá að Ísrael stöðvaði þessa linnulausu slátrun á almennum borgurum. Hún var samþykkt af yfirgnæfandi meirihluta þjóða. Alþjóðasamfélagið talaði skýrri röddu, já: 120, nei: 14
Ísland sat hjá.

Katrín vildi ekki hjásetu en situr nú hjá

Rifjaði Kristinn svo upp í annarri færslu grein Katrínar Jakobsdóttur í DV frá árinu 2014 en þar velti hún upp þeirri hugmynd hvort rétt væri að slíta stjórnmálastarfi við Ísrael vegna grimmdarverka þeirra gegn Palestínumönnum.

„Þegar börn eru stráfelld getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá,“ skrifaði Katrín árið 2014 en bendir Kristinn á að þá hafi um 550 palestínsk börn verið felld. Nú sé staðan sú að minnsta kosti 3.000 palestínsk börn eru fallin og þá hafi ríkisstjórn Katrínar ákveðið að sitja hjá.

„Siðlaust hyski“

Þá hefur listafólk á borð við Pálma Gunnarsson og Möggu Stínu lýst yfir fyrirlitningu sinni vegna ákvörðunarinnar.
„Ríkisstjórn Íslands samanstendur af fyrirlitlegum hópi fólks. Siðlausu hyski, svokölluðu. Skömm ykkar, hvers og eins, verður ævarandi, fyrir þær blóðsúthellingar á saklausum börnum og fjölskyldum sem þið hafið nú stuðlað að,“ skrifaði Magga Stína.

Pálmi er á því að Ísland hafi samþykkt þjóðarmorð með því að sitja hjá. „Ekki í mínu nafni, heybrækur,“ skrifaði tónlistarmaðurinn í færslu sem deilt hefur verið víða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“