Lionel Messi, leikmaður Inter Miami, var í gær óvænt tilnefndur til verðlauna í Bandaríkjunum.
Messi hefur aðeins spilað sex leiki fyrir Miami í MLS deildinni eftir að hafa samið í sumar.
Þrátt fyrir það ákvað MLS að tilnefna Messi sem besta nýliða deildarinnar sem hefur komið mörgum á óvart.
Messi er einn besti fótboltamaður sögunnar en hann hefur aðeins tekið þátt í sex leikjum síðan í júlí mánuði.
Þrír koma til greina en Giorgios Giakoumakis hjáb Atlanta United og Eduard Lowen hjá St. Louis eru keppinautar Messi.
Í þessum sex MLS leikjum hefur Messi aðeins tekist að skora eitt mark en er með 11 mörk í 14 leikjum í öllum keppnum.