Albert Guðmundsson hefur farið á kostum með Genoa á þessari leiktíð. Hann tryggði liðinu sigur gegn Salernitana í Serie A í kvöld.
Íslendingurinn skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu og tryggði Genoa stigin þrjú. Liðið er þar með komið upp í þrettánda sæti.
Albert var að skora sitt fjórða mark í Serie A á þessari leiktíð, en mark hans í kvöld er hér að neðan.