Karólína Lea Vilhjálmsdóttir landsliðskona var heilt yfir nokkuð sátt með frammistöðu Íslands þrátt fyrir 0-1 tap gegn Dönum í Þjóðadeildinni í kvöld.
„Mér fannst frammistaðan bara fín og mun betri en á móti Þýskalandi. Það var mikið hungur í liðinu og það er mjög sárt að tapa,“ sagði Karólína við 433.is eftir leik.
Ísland sýndi á sér mun betri hliðar en þegar liðið tapaði illa gegn Þýskalandi í síðustu umferð.
„Við sýndum að við getum alveg spilað fótbolta. Þetta var slys í Þýskalandi. Við náðum að halda betur í boltann og vourm að skapa okkur góð færi svo það var extra súrt að tapa þessu á heimavelli.
Við þurfum bara að halda áfram á okkar vegi. Við erum bara bjartsýn.“
Viðtalið í heild er í spilaranum.