fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Einkunnir leikmanna Íslands eftir grátlegt tap gegn Dönum í kvöld

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 27. október 2023 20:24

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið tók á móti því danska í Þjóðadeildinni í kvöld. Úr varð hörkuleikur.

Stelpurnar okkar sköpuðu sér nokkur afbragðs tækifæri í fyrri hálfleik og voru heilt yfir betri í honum. Glódís Perla Viggósdóttir komst næst því að skora þegar hún skallaði í slána.

Staðan í hálfleik var þó markalaus.

Það átti eftir að koma í bakið á íslenska liðinu að nýta ekki færin því á 71. mínútu kom Amalie Vangsgaard Dönum yfir eftir frábæra fyrirgjöf Sofie Svava.

Ísland leitaði að jöfnunarmarki en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 0-1 fyrir Dani þrátt fyrir fínasta leik hjá Íslandi.

Hér að neðan eru einkunnir leikmanna Íslands.

Telma Ívarsdóttir – 7
Átti tvær mjög góðar vörslur og heilt yfir örugg í sínum aðgerðum.

Guðný Árnadóttir – 6
Skilaði fínu dagsverki í vörninni og gerði sig gildandi fram á við inn á milli. Hefði getað gert betur í marki Dana.

Glódís Perla Viggósdóttir – 7 (Maður leiksins)
Örugg í sínum aðgerðum að vanda og var í tvígang nálægt því að skora.

Guðrún Arnardóttir – 6
Stóð vaktina nokkuð vel heilt yfir.

Sædís Rún Heiðarsdóttir – 5
Var í nokkrum vandræðum með kantmann Dana, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sýndi þó að hún er með eitraðan vinstri fót.

Selma Sól Magnúsdóttir (88′) – 5
Gerði mistök sem hefðu getað reynst dýr en átti fínar rispur.

Hildur Antonsdóttir – 6
Skilaði ágætis dagsverki.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir – 7
Fínasti leikur heilt yfir. Fór mjög mikið í gegnum hana í spili Íslands þó stundum hafi vantað upp á ákvarðanir á síðasta þriðjungi.

Agla María Albertsdóttir (62′) – 5
Hefði mátt koma meira út úr báðum kantmönnunum.

Sandra María Jessen (79′) – 5
Hefði mátt koma meira út úr báðum kantmönnunum.

Hlín Eiríksdóttir – 7
Sýndi mikinn kraft og dugnað í fremstu víglínu.

Varamenn

Hafrún Rakel Halldórsdóttir – 6

Aðrar spiluðu of lítið til að fá einkunn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vestri samdi við sænskan miðjumann

Vestri samdi við sænskan miðjumann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Í gær

Kraftaverk að hann sé á lífi eftir áreksturinn

Kraftaverk að hann sé á lífi eftir áreksturinn
433Sport
Í gær

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“