Newcastle skoðar að fá Ruben Neves frá sádiarabíska liðinu Al Hilal til að leysa af Sandro Tonali sem er á leið í tíu mánaða bann.
Ítalinn fær bannið fyrir brot á veðmálareglum en hann gekk í raðir Newcastle frá AC Milan í sumar.
Newcastle leitar því leiða til að leysa hann af og gæti reynst kjörið að fá Neves frá Al Hilal.
Samkvæmt Talksport vill Newcastle fá hann á láni. Miðjumaðurinn gekk í raðir Al Hilal í sumar frá Wolves.
Gæti þetta reynst nokkuð geranlegt þar sem Newcastle og Al Hilal eru með sömu eigendur, opinberan fjárfestingasjóð Sádi-Arabíu.