Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góðan gest og þessa vikuna mætti áhrifavaldurinn Arnar Gauti Arnarsson, betur þekktur sem Lil Curly, í heimsókn.
Rúnar Kristinsson tók í vikunni við Fram en hann hafði aðeins þjálfað KR hér á landi, þar sem hann er goðsögn.
„Mér finnst þetta flott hjá Fram og Rúnari Kristins,“ sagði Hrafnkell um ráðninguna.
„Þeir hljóta að vera búnir að lofa honum einhverjum pening til að styrkja liðið. Ég held að Rúnar labbi ekki bara inn í einhverja botnbaráttu.“
Umræðan í heild er í spilaranum.