fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Útsmogin hrekkjusvín gengu ansi langt til að hrella kafara í Sviss

Pressan
Föstudaginn 27. október 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband hefur gengið undanfarið á Instagram þar sem sjá má ógnvekjandi styttu af hákarl á botni stöðuvatnsins Neuchâtel í Sviss.

Glöggir netverjar á Reddit fóru í rannsóknarvinnu og telja næstum öruggt að stytta þessi sé leikmunur úr kvikmyndinni Choc au Lac!. Hér er á ferðinni 6 metra löng stytta af hákarli sem fæstir hefðu áhuga á að komast í náin kynni við. Ekki er vitað fyrir víst hvernig styttan endaði ofan í vatninu en eftir að kafarar urðu fyrst varir við hana  hefur hákarlinn orðið eftirsóknarverður viðkomustaður fyrir ferðamenn.

Netverjar á Reddit gátu ekki hugsað sér að sjá þessa styttu, án þess að vita fyrir að hér væri ekki um raunverulegt kvikindi að ræða.

„Það er ekki séns að ég myndi stoppa þarna. Ef ég sæi hákarlinn þá myndi ég nota Póseidonskraft til að koma mér aftur upp á yfirborðið.“

„Ég get ekki ákveðið hvort mig langar að taka í höndina á aðilanum sem setti styttuna þarna eða hlaupa í burtu frá þeim.“

„Það væri fyndið ef einn ferðamaðurinn væri að taka mynd með styttunni og hákarlinn færi skyndilega að blikka augunum, opna kjaftinn og glefsa“

Myndin sem styttan var líka útbúin fyrir var gerð árið 2007. Að baki henni stóð hópur 176 krakka úr bænum Neuchâtel. Myndin fjallaði um risa hákarl sem herjaði á bæjarbúa. Því miður náðist aldrei að kára kvikmyndina og hefur hákarlinn síðan þá verið í botni vatnsins. Sumir efast þó um þessa frásögn og telja að hér sé um útsmoginn hrekk að ræða.

Þetta fær nokkra stoð í eldri þræði á Reddit þar sem einn notandi stígur fram og segist vera einn krakkanna sem stóðu að myndinni.

„Svo virðist sem að eftir að myndin var tekin upp hafi hákarlinum ver fleygt ofan í vatnið til að hræða fólk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“