Landsréttur mildaði í dag dóm yfir Einari Ágústssyni fyrir fjársvik, úr þriggja og níu mánaða fangelsi niður í þriggja ára fangelsi, í enduruppteknu máli.
Einar var árið 2017 fundinn sekur um fjársvik í Héraðsdómi Reykjavíkur og dómurinn var staðfestur fyrir Landsrétti ári síðar. Síðar kom í ljós að einn dómara í málinu hafði verið ólöglega skipaður af Sigríði Andersen dómsmálaráðherra, samkvæmt áliti MDE, og í fyrra var fallist á endurupptöku í málinu af þessum ástæðum.
Einar var sakaður um fjársvik í rekstri fjárfestingafélgasins Skajaquoda ehf, um að hafa blekkt fjórar manneskjur til að leggja samtals 74 milljónir í sjóðinn á fölskum forsendum. Var Einar sagður hafa haldið röngum upplýsingum að fólkinu sem lagði fé í fjárfestingarsjóð hans. Var fullyrt að sjóðurinn hefði aldrei verið starfræktur í eiginlegri mynd. Brotin áttu sér stað á árunum 2011 til 2013. Var Einar einnig sakfelldur fyrir brot á gjaldeyrislögum en gjaldeyrishöft voru í landinu þegar brotin voru framin.
Í endurupptökudómi Landsréttar er fyrri dómur að mestu leyti óraskaður en fangelsisrefsing yfir Einari var milduð, sem fyrr segir.
Einar var jafnframt dæmdur til að greiða einum aðila 30 milljónir króna með vöxtum og öðrum aðila rétt rúmega 40 milljónir króna.
Dóminn má lesa hér.