fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Garðyrkjumaður reyndist vera Somerset-gimpið og hlaut dóm – Harðneitaði ásökununum og sagðist ekki hafa ætlað að hræða neinn

Pressan
Laugardaginn 28. október 2023 22:00

Joshua Hunt/Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstætt starfandi garðyrkjumaður hefur verið dæmdur fyrir dómstól í Bristol í Bretlandi fyrir óspektir á almannafæri  og áreitni þann 7. og 9. maí síðastliðinn. Atvikin áttu sér stað með þeim hætti að garðyrkjumaðurinn, sem er 32 ára gamall og heitir Joshua Hunt, íklæddist svörtum latex búningi og grímu að hætti svokallaðra gimpa og ógnaði og hræddi konur sem voru akandi að kvöldi til.

Gimp er aðili sem tekur þátt í BDSM-kynlífi íklæddur búningi, oftast úr svörtu latex-efni, og á búningurinn að tákna undirgefni hans.

Atvikin tvö áttu sér stað í Somerset-sýslu sem er suður af Bristol. Áður en borin voru kennsl á hann var Hunt kallaður „The Somerset Gimp.“

Hunt var handtekinn nokkrum mínútum eftir seinna atvikið en fullyrti við lögreglu að hann væri ekki gimp, hann ætti ekki gimp-búning og að búningurinn sem hann væri klæddur í væri ekki gimp-búningur.

Hann var þrátt fyrir það dæmdur fyrir óspektir í þeim tilgangi að áreita og valda ótta.

Hunt var sektaður og dæmdur til að greiða skaðabætur. Hann mun hafa beðist afsökunar og sat í tæpan mánuð í fangelsi fyrr á þessu ári.

Hunt var hins vegar handtekinn á síðasta ári grunaður um sams konar hegðun og hann var dæmdur fyrir í dag. Þá höfðu komið upp atvik þar sem maður íklæddur gimp-búningi hafði lagst í götuna og gefið frá sér ógnandi hljóð í garð þeirra sem urðu á vegi hans. Hann var hins vegar aldrei ákærður, að sögn vegna skorts á sönnunargögnum.

Kona sem keyrði fram á Hunt í atvikinu 7. maí segist hafa fyrst séð mannveru íklædda mjög þröngum, svörtum búningi með grímu fyrir andlitinu sem var að skríða eftir jörðinni. Hún segist hafa haldið fyrst að viðkomandi ætlaði að neyða hana til að stíga út úr bifreið hennar og ræna henni.

Hún komst þó óhult heim til sín en segist hafa verið á barmi þess að fá kvíðakast og lítið sofið um nóttina af hræðslu. Svona nokkuð vilji hún aldrei sjá aftur.

Í seinna skiptið í maí voru 2 konur saman í bifreið ásamt táningspilti þegar þær óku fram á Hunt. Hann stökk í átt að bifreiðinni og þá gaf konan sem ók í. Hún segist hafa orðið dauðhrædd og hvað sem er hafa getað gerst.

Þegar lögreglan hafði hendur í hári Hunt eftir þetta atvik var hann komin úr búningnum en húð hans var mjög rök og hann var ekki í bol eða nærbuxum. Í bifreið hans fundust kvenmannssokkabuxur, blaut svört föt, andlitsgrímur og hanskar.

Hann tjáði lögreglu að hann ætti við mikil andleg veikindi að stríða. Markmið hans hefði ekki verið að hræða neinn heldur taka eigið líf. Hann væri einfaldlega að hrópa á hjálp.

Á heimili Hunt fannst stílabók sem hann hafði skrifað sögu í. Sagan fjallaði um mann sem kaupir svartan gúmmíbúning og andlitsgrímu með hvítri málningu framan á. Hunt skrifaði í sögunni að andlit mannsins myndi hræða líftóruna úr hverjum sem er.

Trúðu því ekki að ætlun hans hefði ekki verið að hræða fólk

Hann fullyrti fyrir dómi að í maí síðastliðnum hefði andlegt ástand hans verið mjög slæmt. Hunt sagðist einfaldlega hafa hatað sjálfan sig. Hann vildi meina að hann hefði farið út á kvöldin íklæddur svarta búningnum til að velta sér upp úr leðju. Það hefði verið eini tilgangurinn með að klæðast honum. Hunt sagðist hafa liðið eins og hann væri skítur og þess vegna hefði hann verið að velta sér upp úr leðju.

Hunt sagðist hafa haft í hyggju að henda sér fyrir bíla og þess vegna hefði hann nálgast þá. Honum hefði ekki dottið í hug að hann væri að hræða einhvern og það hefði ekki verið hans vilji.

Saksóknari hélt því fram að það hefði Hunt einmitt viljað fyrst hann hafi ekki haldið sig á landareigninni á sveitabænum þar sem hann býr. Því harðneitaði Hunt.

Dómarinn lagði áherslu á að Hunt hefði beðist afsökunar og gert sér grein fyrir að hann hefði hrætt fólk með háttalagi sínu. Það væri einnig staðfest að hann hefði átt við alvarlegt þunglyndi að stríða.

Dómarinn trúði hins vegar ekki því að um óviljaverk hafi verið að ræða þegar Hunt hræddi konurnar. Hunt hefði hins vegar verið nógu lengi í fangelsi og hefði líklega glatað mannorði sínu fyrir lífstíð.

Eftir að dómur var kveðinn upp sagði yfirmaður í lögreglunni í Somerset að grímurnar sem Joshua Hunt hefði haft yfir andlitinu hefðu verið úr sokkabuxum með áteiknuð andlit sem hefðu hrætt fólkið sem varð á vegi hans gífurlega. Gjörðir hans hefðu valdið því að fólk óttaðist raunverulega um öryggi sitt.

Fyrir utan sektina og skaðabæturnar var Hunt úrskurðaður í tímabundið bann frá því að eiga vissa gerðir af hlutum og fötum. Bannið er byggt á því að Hunt er álitinn líklegur til að fremja árásir af kynferðislogum toga en lögreglan telur víst að athæfi hans hafi falið í sér kynferðislegan undirtón

Það var Daily Mail sem greindi frá.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland