Pep Guardiola stjóri Manchester City gefur lítið fyri þær pillur sem Facundo Pellistri kantmaður Manchester United sendi á bláa liðið í dag.
Manchester slagur er um helgina en Pellistri er ungur kantmaður hjá United sem sagðist varla sjá að Manchester City væri í borginni.
Pellistri sagðist oft labba um Manchester og leita af City treyjum en þær væru hvergi sjáanlegar.
„Hann segist búa í Manchester og að hann og kærastan labbi um Manchester til að finna City treyjur, hann segist ekki sjá neinar,“ segir Guardiola.
„Það er í lagi ef hann og konan hans trúa því, ég mun tala við Puma og spyrja af hverju það eru engar treyjur.“
„Þetta er frekar skrýtið fyrir einstaklinga að labba um borgina og leita að treyjum frá öðru liði.“