Þann 25. október var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem héraðsaksóknari hefur höfðað á hendur manni fyrir kynferðisbrot og barnaverndarlagabrot. Maðurinn er sakaður um að hafa árið 2022 tekið þrjár myndir af berum kynfærum og rassi stúlku undir lögaldri, er hún var sofandi. Segir í ákæru að þannig hafi maðurinn framleitt myndefni sem sýnir barn á kynferðislegan hátt og dreift myndunum til annars aðila með samskiptaforriti.
Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Fyrir hönd stúlkunnar er krafist miskabóta upp á tvær milljónir króna.