Gabriel Jesus og Thomas Partey verða frá næstu vikurnar en báðir eru að glíma við meiðsli í læri sem munu halda þeim frá vellinum.
Jesus meiddist gegn Sevilla í Meistaradeildinni í vikunni eftir að hafa skorað og lagt upp í sigri.
Framherjinn knái missir af næstu leikjum Arsenal sem er mikið áfall fyrir liðið.
Það er minna áfall fyrir Mikel Arteta að missa Thomas Partey út sem er nú í minna hlutverki en áður hjá liðinu.
Þeir félagar verða frá í nokkrar vikur en Arsenal mætir Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
🚨🚨| Thomas Partey and Gabriel Jesus both have muscle injuries and are expected to be out for ‘a few weeks’. pic.twitter.com/qpbxXtxQvl
— CentreGoals. (@centregoals) October 27, 2023