fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Carragher veður í Erik ten Hag

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. október 2023 11:30

Jamie Carragher / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher fyrrum leikmaður Liverpool fer ekki fögrum orðum um Erik ten Hag í pistli sínum hjá Telegraph í dag.

Carragher segir Ten Hag í vanda því hugmyndafræðin sé svo gott sem engin og leikmannakaup hans ekki góð.

„Hugmyndin hlýtur að hafa verið að spila hollenskan fótbolta þar sem haldið er í boltann, hver var annars tilgangurinn með að fá hann?,“ segir Carragher.

„Það var enginn að búast við því að United myndi vinna deildina á einu eða tveimur árum en frekar að það væri hægt að sjá leikstíl og hugmyndafræði sem var ekki hjá Ole Gunnar Solskjær og Jose Mourinho.“

„Það er ekki að sjá, leikplanið virðist vera nákvæmlega eins.“

Carragher segir að Ten Hag hafi ekki margar afsakanir eftir að hafa eytt 400 milljónum punda í þá leikmenn sem hann vildi fá.

Hann segir Ten Hag hafa alltaf mikil völdn hjá félaginu þegar kemur að kaupum á leikmönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur