Sigurvin Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Þróttar R. Hann skrifar undir til þriggja ára.
Sigurvin kemur frá FH þar sem hann var aðstoðarþjálfari, en þar áður var hann aðstoðarþjálfari hjá KR. Einnig hefur hann stýrt KV við góðan orðstýr.
Tekur Sigurvin við af Ian Jeffs sem lét af störfum eftir síðustu leiktíð.
Þróttur er í Lengjudeildinni og hafnaði liðið í áttunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.
Sigurvin Ólafsson tekur við karlaliði Þróttar! ✍️
Sigurvin skrifaði í dag undir 3ja ára samning um að þjálfa karlalið Þróttar.Velkominn í hjartað í rvk ❤️🤍 pic.twitter.com/SPNva5MVHu
— Þróttur (@throtturrvk) October 26, 2023