Alejandro Garnacho, leikmanni Manchester United, gæti verið refsað af enska knattspyrnusambandinu fyrir færslu sína eftir leik liðsins gegn FC Kaupmannahöfn á þriðjudag.
United vann leikinn 1-0 á dramatískan hátt þar sem Andre Onana varði víti FCK í uppbótartíma og tryggði sigurinn.
Eftir leik birti Garnacho mynd af sér, Onana og liðsfélögum fagna sigrinum en lét hann tvö górillu-tákn fylgja.
Hann eyddi færslunni en netverjar voru ekki lengi að taka skjáskot og deila út um allt.
Í enskum miðlum er fjallað um að enska knattspyrnusambandið gæti túlkað færsluna sem kynþáttaníð og Garnacho yrði þá refsað. Samandið veit af málinu.
Hér að neðan má sjá færsluna.